Rafbílar seljast ágætlega í Evrópu

Í tengiltvinn-útfærslu má aka X3 sportjeppanum allt að 50 km …
Í tengiltvinn-útfærslu má aka X3 sportjeppanum allt að 50 km á hleðslunni einni saman.

Rafbílar eiga sér tvímælalaust griðland í Evrópu og hefur þeim fjölgað stórum síðustu misserin. Í apríl einum og sér varð 17% aukning á nýskráningum rafbíla í álfunni.

Bílamarkaðurinn í Evrópu hrundi annars í apríl og hefur mánaðarsala nýrra bíla ekki verið minni frá upphafi áttunda áratugarins. Voru nýskráningar 78% færri en í sama mánuði fyrir ári. Seldust 292.600 bílar í apríl miðað við 1,34 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Bílar sem komu einna best út í mánuðinum voru BMW X3, Tesla Model 3 og Renault Zoe. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: