Daimler borgar 300 milljarða í sátt

Svindlið hefur kostað Mercedes og Volkswagen fúlgur fjár.
Svindlið hefur kostað Mercedes og Volkswagen fúlgur fjár. AFP

Daimler, móðurfélag Mercedes-Benz, hefur fallist á 2,2 milljarða dollara sáttarsekt, jafnvirði um 300 milljarða króna, í málum er varða dísilsvindlið á sínum tíma.

Útblásturshneykslið ætlar að vera Daimler dýrkeypt, en það snerist um hugbúnað sem komið var fyrir í vélum Mercedes-bíla og var ætlað að blekkja mengunarmælingar við skoðun bílanna til að leyna raunverulegri losun þeirra á gróðurhúsalofti. Láta líta svo út sem viðkomandi vélar væru mun mengungarminni en raun var á.

Að sáttinni eiga aðild nokkrar bandarískar stofnanir og samtök sem stefnt höfðu þýska bílsmiðnum fyrir dóm. Verða allar stefnurnar felldar niður. Af upphæðinni koma 1,5 milljarðar dollara í hlut yfirvalda en 700 milljónir fara í að gera upp hópmálssóknir.

Þegar öllu hafði verið á botninn hvolft reyndist blekkingarbúnaðinum hafa verið komið fyrir í um 250.000 dísilbílum Mercedes í Bandaríkjunum einum.

Hneykslismál þetta hefur einnig verið dýrt fyrir Volkswagen sem borgað hefur 34 milljarða dollara í sættir og sektir, aðallega í Bandaríkjunum. agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: