Brimborg í HM í rafbílarallý

Peugeot e-208 rafrallbíllin.
Peugeot e-208 rafrallbíllin.

„Raf- og nýorkumeistaramót FIA“, alþjóðlegt rafbílarall, sem er hluti af mótaröð Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), FIA eRally Iceland 2020, hófst í Reykjavík í gær.

Keppnin á Íslandi gefur stig til heimsmeistaratitils og Íslandsmeistaratitils. Fjögur erlend lið eru skráð til keppni og þrjú íslensk.

Heimsmeistaramótið í e-rallý á Íslandi stendur yfir í þrjá daga en eknir verða 5 leggir með 21 sérleið. Heildarfjöldi kílómetra verða 703,68 og heildaraksturstími verður 14 tímar og 32 mínútur.

Peugeot e-2008 klár í rafbílarallið.
Peugeot e-2008 klár í rafbílarallið.


Tvö íslensku liðanna keppa á rafbílum frá Brimborg. Á Peugeot e-208 eru það Jóhann Egillsson ökumaður og Pétur Wilhelm Jóhannsson aðstoðarökumaður. Á Peugeot e-2008 keppa Hinrik Haraldsson ökumaður og Marinó Helgi Haraldsson aðstoðarökumaður.

„Markmið eRally er að kynna nýjustu tækni ökutækja sem ætlað er að spara orku og gefa frá sér minnsta mögulegt magn mengunar og koltvísýrings. Því er einnig ætlað að hvetja alla ökumenn til að breyta akstri með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja.

Heimsmeistaramótið í e-rallý er að öllu leyti helgað rafknúnum ökutækjum. Ekki má gera neinar breytingar á bílunum og verða keppendur að geta notað ökutæki sín til daglegrar notkunar. Markmið keppninnar er að keyra akstursleið á ákveðnum tíma og ákveðnum meðalhraða. Til viðbótar þarf ökumaður að huga að rafmagnseyðslunni og halda henni í lágmarki. Refstig eru gefin ef keyrt er of hratt eða of hægt, of stutt eða of langt og einnig eru gefin refsistig ef eyðsla í keppninni er umfram uppgefna raforkunotun bílsins skv. WLTP staðli,“ segir í tilkynningu .

Peugeot e-208
Peugeot e-208

Peugeot e-208 og Peugeot e-2008 eru báðir 100% hreinir rafbílar og eru nákvæmlega eins og þeir bílar sem Brimborg býður til sölu í sýningarsal Peugeot á Íslandi. Þeir eru báðir sjálfskiptir með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Þeir eru báðir búnir 50 kWh drifrafhlöðu og er drægni bílanna skv. WLTP mælingu annars vegar 340 km og hins vegar 320 km. Hægt er að hlaða drifrafhlöðu bílsins bæði heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöð og tekur aðeins 30 mínútur að hlaða tóma rafhlöðuna í 80% drægi. 

Peugeot e-2008
Peugeot e-2008
mbl.is