Heimsmeistararnir ralla á Íslandi

Prusak frá Póllandi og Benchetrit frá Frakklandi keppa á Opel …
Prusak frá Póllandi og Benchetrit frá Frakklandi keppa á Opel Corsa-e frá Bílabúð Benna í rafrallinu á Íslandi.

Ríkjandi heimsmeistarar í rafbílaralli eru meðal keppenda í því móti í HM í rafralli sem stendur nú yfir á Íslandi.

Hér er um að ræða ökumennina Artur Prusak frá Póllandi og Thierry Benchetrit frá Frakklandi.

„Þeir völdu að sjálfsögðu Opel Corsa-e til að keppa í ár þar sem hann býr yfir nýjustu rafbílatækni og er einstaklega góður í akstri yfir lengri vegalengdir,“ segir í tilkynningu frá Bílabúð Benna, umboði fyrir Opel á Íslandi.

Þeir tóku við bílnum í Opel salnum í byrjun vikunnar en keppnin hefst við ráðhús Reykjavíkur kl 16 þann 20 ágúst og stendur yfir í nokkra daga.

mbl.is