Rafbíllinn Sony Vision-S á næstu grösum

Skuggalegur Sony Vision-S
Skuggalegur Sony Vision-S

Japanski rafeindatækjasmiðurinn Sony sýndi óvænt rafbíl á neytendatækjasýningunni í Las Vegas snemma árs, Vision-S. Hlaut hann verðskuldaða athygli.

Hingað til hafa menn einungis getað séð Sony-bíla í leiktækinu Playstation. Á því er að verða breyting því senn hefst þróunarakstur Sony Vision-S, sem er rafbíll og fæst bæði sem bíll er lýtur bílstjóra og sem sjálfekinn rafbíll.

Sony mun hafa keypt skraddarasniðinn undirvagn fyrir Vision-S af fyrirtæki að nafni Benteler. Þaðan fóru þeir til Bosch og fengu þar meginpart rafeindabúnaðar bílsins. Loks fengu þeir fyrirtækið Magna International í Graz í Austurríki til að setja bílinn saman og pakka öllu góssinu fallega inn.

Þar með var kominn lögulegur fernra dyra fleygbakur með þriggja metra öxulhaf. Utanmálin eru 4,90 metrar á lengd, 1,90 metrar á breidd og 1,45 á hæð. Vegur bíllinn 2.350 kíló. Tveir 200 kílóvatta mótorar verða í drifrásinni og verður drif á öllum fjórum hjólum. Ekkert er minnst á drægi í gögnum, heldur ekki á afköst eða hleðslutíma rafgeymanna. agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Sony Vision-S
Sony Vision-S
Sony Vision-S
Sony Vision-S
Rafbíllinn Sony Vision-S
Rafbíllinn Sony Vision-S
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: