Toyota gleypir Daihatsu

Daihatsu Cuore.
Daihatsu Cuore.

Þau tíðindi hafa átt sér stað að japanski smábílasmiðurinn Daihatsu hefur verið innlimaður í risafyrirtækið Toyota.

Daihatsu og Toyota hófu með sér samstarf árið 1967 sem þróaðist og gekk vel lengst af. Lögðust leiðir þann veg að Daihatsu varð að dótturfyrirtæki Toyota árið 1998.

Hinn 1. ágúst síðastliðinn var skrefið svo stigið til fulls og Toyota fengin þau hlutabréf sem eftir voru í Daihatsu.

Daihatsu verður miðstöð smábílaframleiðslu Toyota-samsteypunnar og mun aftur sækja á erlenda markaði með smábílamerkið. Horft er sérstaklega í fyrstu til Indlands og nærliggjandi svæði, eða á slóðir þar sem Suzuki-fyrirtækið hefur náð undir sig 45% af markaðnum en hlutdeild Toyota er einungis um 5%.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: