Langdrægur á vetninu

Hyperion xp-1.
Hyperion xp-1.

Vart líður sú vika að ekki séu færðar fréttir af nýjum bílum lítilla framleiðenda, gjarnar ofurbílum sem yfirleitt eru ekki hugsaðir til fjöldaframleiðslu.

Einn slíkur er hinn vetnisknúni Hyperion xp-1 frá samnefndu kalifornísku tæknifyrirtæki. Stílsterkur og kraftalegur að sjá er þessi ofurbíll. Hann gefin upp með eittþúsund kílómetra drægi.

Ekki fylgir  fréttum hvort bíllinn dragi nafn sitt úr grískri goðafræði; heiti í höfuðið á Hýperíon, syni Úranusar og Gaiu, og föður Helíosar. Aftur á móti gæti fararskjóti þessi átt eftir að tilheyra goðsögnum bílabransans.

Ekkert hefur verið látið uppi um afköst Hyperion xp-1 og hvað geymar hans aka við miklu vetni. Sagt er að hann sé búinn þriggja þrepa gírkassa og komist í hundraðið úr kyrrstöðu á aðeins 2,2 sekúndum og topphraðinn sé yfir 350 km/klst. Hermt er að tómaþyngd bílsins sé 1.032 kíló en ekki liggur fyrir hvort það sé endanleg vigt.

Títan og koltrefjar eru byggingarefni bílsins, sem sagður er koma á markað árið 2022. Áætlar Hyperion að smíða alls 300 xp-1 bíla.

Hyperion xp-1
Hyperion xp-1
Hyperion xp-1
Hyperion xp-1
Hyperion xp-1
Hyperion xp-1
Hyperion xp-1
Hyperion xp-1
Hyperion xp-1
Hyperion xp-1
mbl.is