Nýr Nissan nýrra tíma

Rafjeppinn Nissan Ariya frumsýndur í Yokohama í Japan.
Rafjeppinn Nissan Ariya frumsýndur í Yokohama í Japan.

Nissan hefur frumsýnt nýjan rafbíl nýrra tíma, eins og þar segir. Er hálfjeppinn Ariya knúinn rafmagni eingöngu.

Honum er ætlað að ryðja nýjar brautir og sigrast á tálmum í vegi rafbíla. Síðast en ekki síst vænta yfirmenn Nissan þess að koma Ariya á markað verði til þess að nýtt skeið renni upp í rekstri og afkomu japanska bílsmiðsins.

Ariya er fyrsti nýi bíllinn sem Nissan sendir frá sér frá því Licls kom á markað 2016. Jafnframt er hann fyrsti hreini rafbíllinn frá því Nissan Leaf kom á götuna fyrir áratug.

Drægi rafbíla hefur verið að aukast og á þeim vettvangi sómir 610 kílómetra drægi Airya sér vel. Allt stefnir í að fyrstu bílarnir komi til afhendingar í Japan um mitt næsta ár og í Evropu, Bandaríkjunum og Kína þegar nær dregur árslokum 2021.

Nissan hefur sett sér sem markmið að selja meira en milljón raf- og tvinnbíla á ári frá og með árinu 2024, miðað viði 200.000 bíla sölu 2í ár.

Í kjölfar Ariya boðar Nissan sjö nýja 100% hreina rafbíla frá í dag og út árið 2023. Á því tímabili verður megin áherslan á sölu verða í Kína og Evrópu.

mbl.is