Stefnir í lækkun ívilnana

Nýr Ford Explorer tengiltvinnbíllinn er fljóthlaðinn.
Nýr Ford Explorer tengiltvinnbíllinn er fljóthlaðinn.

Bílgreinasambandið telur ýmis rök vera til staðar um að fresta beri þrepalækkunum og ívilnun vegna tengiltvinnbíla eitt ár í viðbót. Hefur tillaga þess efnis verið lögð fyrir bæði Viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis og umhverfisráðherra.

Að óbreyttu mun virðisaukaskattsívilnun fyrir tengiltvinnbíla lækka úr 960.000 krónum niður í 600.000 krónur um næstu áramót.

„Þetta helgast af lögum sem voru samþykkt í lok árs í fyrra og kveða á um að ívilnanir vegna tengiltvinnbíla eigi að lækka í þrepum á næstu árum.

Augljóst er að þetta mun leiða til beinna verðhækkana á þessum tegundum bíla,“ segir Bílgreinasambandið.

mbl.is