Úrskurðarnefnd bílgreina staðfest

Færri og færri treysta sér í bílaviðgerðir eða viðhald á …
Færri og færri treysta sér í bílaviðgerðir eða viðhald á eigin bílum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur formlega staðfest úrskurðarnefnd bílgreina.

Í byrjun þessa árs leitaði Bílgreinasambandið til Félags íslenskra bifreiðareigenda með það í huga að stofna nefnd er tæki til meðferðar og úrskurðaði um hvers konar kvartanir frá neytendum, bæði innanlands og yfir landamæri, vegna kaupa á vöru og/eða þjónustu af fyrirtækjum innan Bílgreinasambandsins.

Slík mál munu þar af leiðandi ekki lengur fara fyrir Lausafjár- og þjónustukaupanefnd eins og hingað til, heldur eru sérfræðingar á sviði bílgreinarinnar sem fara yfir og úrskurða í slíkum málum.

Í tilkynningu segir að með þessari úrskurðarnefnd ættu deilumál sem snúa að bílgreininni að leiða til faglegrar niðurstöðu.

Heimasíða nefndarinnar er ekki farin í loftið en beðið er eftir að Evrópusambandið ljúki við þýðingar á gögnum og að því loknu mun nefndin taka til starfa. Hægt er þó að smella á myndina hér fyrir ofan til að nálgast síðuna og frekari upplýsingar um nefndina.

mbl.is