Cadillac smíðar hreinan rafbíl árið 2022

Lyriq fer ekki í raðsmíði fyrr en árið 2022.
Lyriq fer ekki í raðsmíði fyrr en árið 2022.

Lúxusbílsmiðurinn Cadillac hefur snúið sér að framleiðslu rafbíla og vonast til að ná góðri fótfestu á markaði í Bandaríkjunum þar sem Tesla hefur ráðið ríkjum og drottnað.

Hvort bíllinn er jafn ljóðrænn og frönskuvætt heiti hans gæti bent til skal ósagt látið en Lyriq heitir gripurinn.

Lyriq fer ekki í raðsmíði fyrr en árið 2022 og Cadillac, lúxusmerki General Motors, hefur sagt að nær allir framleiðslubílar þess verði rafdrifnir árið 2030.

GM smíðar nú þegar bæði tvinnbíla og hreina rafbíla. Má þar nefna Chevrolet Volt og Bolt. Fram til ársins 2023 áformar fyrirtækið að þróa 20 módel hreinna rafbíla.

Rafageymir Lyriq er nefndur Ultium en hann býður upp á 500 kílómetra drægi á einni rafhleðslu, að sögn Cadillac. Hyggst GM nota þennan rafgeymi í verðandi rafbílum allrar samsteypunnar, Cadillac, Chevrolet, GMC og Buick.

Lyriq er ætlað að hjálpa GM að draga Tesla uppi í framleiðslu rafbíla. Sem stendur er Tesla, fyrirtæki Elons Musk, verðmætara en stóru bílsmiðirnir í Detroit til samans; General Motors, Ford og Fiat Chrysler. agas@mbl.is

Lyriq fer ekki í raðsmíði fyrr en árið 2022.
Lyriq fer ekki í raðsmíði fyrr en árið 2022.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: