Gullið stýri til Opel Corsa-e

Þýska Gullstýrið er í hópi virtustu bílaverðlauna heims. Rafbíllinn Opel …
Þýska Gullstýrið er í hópi virtustu bílaverðlauna heims. Rafbíllinn Opel Corsa-e hefur átt miklum vinsældum að fagna.

Rafbíllinn Opel Corsa-e hlaut á dögunum Gullna stýrið í flokki smábíla. Um er að ræða eina mikilvægustu viðurkenningu þýska bílaiðnaðarins en það eru Auto Bild og Bild am Sonntag sem veita verðlaunin að undangengnu mati dómnefndar sem skipuð er sérfræðingum, lesendum og atvinnumönnum í akstursíþróttum.

Að því er kemur fram í tilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, hefur Opel Corsa–e verið einn vinsælasti smábíllinn á Evrópumarkaði og leitt söluna það sem af er þessu ári.  

Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna, segir þessi virtu verðlaun vera góða viðbót í safnið, en Corsa-e var nýlega valinn „Best Buy Car of Europe 2020“. „Að því vali stóð AUTOBEST, sem er stærsta óháða bíladómnefnd Evrópu og fulltrúi 95% íbúa í 31 Evrópulandi. Þá var bíllinn valinn Car of the Year 2020“ af breska dagblaðinu Sun. Loks hlaut Corsa-e viðurkenninguna „Connected Car Award 2019“, þ.e. snjallasti bíll ársins. Þessi langi verðlaunalisti er staðfesting á því að Opel Corsa-e hefur slegið í gegn hjá kröfuhörðustu bíleigendum heims og við eigum því von á að Íslendingar taki honum fagnandi.“ 

Viðurkenningarnar sem kenndar eru við gullna stýrið að þessu sinni dreifðust sem hér segir:

Í flokki smábíla: Opel Corsa-e
Í flokki stórra smábíla: Audi A3 Sportback
Í flokki smájeppa: Ford Puma 1.0
í flokki jepplinga: Polestar 2
Í flokki  stórra jeppa: Kia Sorento 1.6
Í flokki meðalstórra tengiltvinnbíla: VW Tiguan eHybrid
Í flokki meðalstórra- og stórra tvinnbíla: BMW 330e
Í flokki sportbíla: Porsche Taycan
Besti bíllinn undir 25.000 evrum: Hyundai i20
Besti bíllinn undir 35.000 evrum: Seat Leon
Fallegasti bíll ársins: Porsche Taycan
Besta nýjungin: Lexus UX 300e

Gullstýrið er eigulegur gripur. Að valinu standa sérfræðingar, lesendur og …
Gullstýrið er eigulegur gripur. Að valinu standa sérfræðingar, lesendur og atvinnumenn í akstursíþróttum.
mbl.is