Í bílskúrnum eru 718 farartæki

Hamad lét byggja þessa risastóru eftirlíkingu af Dodge Powe Wagon. …
Hamad lét byggja þessa risastóru eftirlíkingu af Dodge Powe Wagon. Hann er 64 sinnum stærri en orginallinn (t.h.) og er m.a. að finna íbúð inni í þessum stærsta fólksbíl heims. Eigandinn er ekki stór í hlutföllum við risabílinn.

Hamad bin Hamdan Al Nahyan er almennt nefndur regnbogasjeikinn en hann er sonur emírsins af Abu Dhabi, sem sameinaði furstadæmi við Persaflóa undir einn hatt, í Sameinuðu arabísku furstadæmin (UAE).

Hann hefur auðgast mjög á viðskiptum, eignirnar nema milljörðum dollara. Hefur hann notað auðlegðina til að formgera bíladellu sína.
o nýtur eigna að verðmæti nokkurra milljarða dollara.

Meðal stórbrotinna eigna hans er mikið bílasafn en þar er að finna afar óvenjulega bíla og ber þar mest á miklu safni bíla með drifi á öllum hjólum en í þeim sérhæfir hann safn sitt.

Það þarf ekki að koma á óvart ef Hamad þekkir ekki alla bílana eins og handarbak sitt því þeir eru samtals 718 talsins.

Þá er þar að finna í hinum umfangsmikla safni marga af fágætustu bílum jarðar. Má þar nefna sjö Mercedes S-Class í mismunandi litum. Hann komst yfir þessa bíla 1983 og lét mála þá í regnbogans litum, ergo þaðan er viðurnefni hans komið.

Hamad leggur mikið upp úr því að ná í fágæta og undraverða bíla, að ekki sé minnst á sérsmíðaða bíla í miklu stærðarhlutföllum.

Í samræmi við stórtækni hans lét Hamad reisa stærðar pýramída þar sem stór hluti bílasafnsins stendur á stalli.

Ætli veiti af eins og tveimur heilum dögum til að skoða skoða hið einstaka bílasafn Hamads prins.

Risastór jeppi úr hinu mikla safni Hamads sem hann lét …
Risastór jeppi úr hinu mikla safni Hamads sem hann lét smíða fyrir sig. Flestum dugar einn bílll, en Hamad Bin Hamdan á 718.
Risastór jeppi úr hinu mikla safni Hamads sem hann lét …
Risastór jeppi úr hinu mikla safni Hamads sem hann lét smíða fyrir sig. Flestum dugar einn bílll, en Hamad Bin Hamdan á 718.
mbl.is