Nýorkubílar í meirihluta 2020

Kort af rafhleðslustöðvum landsins.
Kort af rafhleðslustöðvum landsins. mbl.is

Hreinir rafmagnsbílar hafa verið í mikilli sókn á þessu ári, en í ár hefur það í fyrsta sinn gerst, að hefðbundnir bílar knúðir bensíni eða dísil eru í minnihluta nýskráðra bíla.

Tengiltvinnbílar og blendingar eru enn vinsælir, en það eru rafbílarnir sem mest sækja á. Miðað við að tæp 5% bílaflotans séu endurnýjuð á ári hverju, er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir því að rafbílar verði komnir í meirihluta fólksbíla eftir áratug eða svo. Þeir eru nú um 16 þúsund talsins, en alls eru um 357 þúsund vélknúin ökutæki í landinu, þar af um 220 þúsund fólksbílar.

Árið 2014 voru hefðbundnir bílar um 97% nýskráninga, en eru 45% það sem af er þessu ári og engin teikn um að það sé að breytast. Nú þegar eru nýorkubílar um 11% bílaflotans og því óhætt að segja að rafbílabylting sé hafin. Bílablað

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina