Eins og á sterum væri

Allt þarf að vera stórt í Ameríku. Venjuleg bjalla til …
Allt þarf að vera stórt í Ameríku. Venjuleg bjalla til vinstri en sú ofurvaxna til hægri.
Menn gera sér margt til dundurs í frítímanum en ætli þeir séu ekki fáir sem taka sig til og smíða fólksbíl meira og minna í höndunum.

Ameríkumenn óttast ekkert heldur ganga til móts við ögranir eins og þessa. Þeir bræður Richard og Scott Tupper fengu þá hugdettu dag nokkur að smíða eftirlíkingu af Volkswagen bjöllu.

Þeir voru ekki alveg sáttir við stærðarmálin og ákváðu að lengja þau öll um 40%. Þeir áttu nefnilega bjöllu frá 1959 og fannst ekki fara nógu vel um sig í henni. Þess vegna réðust þeir í smíðina og úr varð réttnefnd _Risabjalla.“

Skordýrið stóra hefur verið samþykkt til aksturs í venjulegri umferð í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Og þótt það sjáist ekki þá býr hún yfir meira vélarafli en Hummerjeppi. Undir húddinu leynist nefnilega V8 og 5,7 lítra Hemi dísilvél.
mbl.is