Fyrsti ID.3 leigubíllinn á Íslandi sá fyrsti í heimi!

Guðmundur Jóhann Gíslason leigubílstjóri hjá Hreyfli við rafbíl sinn.
Guðmundur Jóhann Gíslason leigubílstjóri hjá Hreyfli við rafbíl sinn.

Guðmundur Jóhann Gíslason leigubílstjóri hjá Hreyfli fékk afhendan nýjan og 100% rafknúinnn Volkswagen ID.3 fyrir nokkrum vikum og varð þar með fyrsti leigubílstjórinn á Íslandi sem ekur um á þessari nýju tegund rafbíla.

Í tilkynningu frá Heklu segir að líklegt sé að Guðmundur Jóhann hafi einnig verið sá fyrsti í heimi til að fá sinn afhendan.

Guðmundur hefur verið leigubílstjóri í 30 árog ber Volkswagen vel söguna. „Þau hjá Heklu hafa aðstoðað mig með mikilli prýði í mörg ár en þetta er sjötti Heklubíllinn frá árinu 2011. Ég ákvað strax og sögur fóru að berast af ID.3 að ég myndi panta einn slíkan enda rafdrægið  orðið nóg.

Hingað til hefur nægt mér að hlaða bílinn bara heima hjá mér á nóttunni og hef ég í raun bara einu sinni verið að því kominn að klára rafmagnið en þá kom ég heim með um 20 kílómetra drægi eftir.

Rekstrarkostnaðurinn á rafmagnsbílum er hverfandi og sparnaðurinn mikill en á venjulegum mánuði geri ég ráð fyrir að spara allt að 90.000 krónur í rekstrarkostnað. Svo er líka afar gott að þurfa ekki að hafa bílinn í lausagangi á meðan maður bíður á milli ferða. Umhverfið græðir“, segir Guðmundur.

Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri Volkswagen á Íslandi segir nýjungarnar spennandi og gaman hafi verið hversu mikla athygli bíllinn hans Guðmundar vakti í höfuðstöðvum Volkswagen í Þýskalandi.

Guðmundur Jóhann sparar stórfé með rafmagni í stað bensíns eða …
Guðmundur Jóhann sparar stórfé með rafmagni í stað bensíns eða dísils.
Guðmundur Jóhann sparar stórfé með rafmagni í stað bensíns eða …
Guðmundur Jóhann sparar stórfé með rafmagni í stað bensíns eða dísils.
Guðmundur Jóhann sparar stórfé með rafmagni í stað bensíns eða …
Guðmundur Jóhann sparar stórfé með rafmagni í stað bensíns eða dísils.
Guðmundur Jóhann sparar stórfé með rafmagni í stað bensíns eða …
Guðmundur Jóhann sparar stórfé með rafmagni í stað bensíns eða dísils.
mbl.is