Án ökumanns á 282 km hraða

Roborace er enginn venjulegur bíll. Lesendum til glöggvunar er framendi …
Roborace er enginn venjulegur bíll. Lesendum til glöggvunar er framendi hans til hægri.

Aðstandendur heimsmeistaramóts framtíðarinnar fyrir sjálfakandi bíla vildu láta á reyna hversu hratt bíll þeirra mundi fara.

Skunduðu þeir til flugvallarins við Elvington í Englandi og slepptu þar beislunum af bílnum Robocar. Sem þakkaði fyrir sig og skaust hraðast á eftir flugbrautinni á 282 km/klst. hraða.

Sá árangur hefur verið staðfestur sem met hjá Heimsmetabók Guinness fyrir árið 2021.

Þessa braut hafa keppnislið formúlunnar mörg hver notað til að kanna gagnsemi loftaflsflata og yfirbyggingar. Þar hefur alltaf verið maður undir stýri en því var ekki til að dreifa í tilviki hins magnaða rafbíls Robocar.

Öll lið í keppni sjálfekinna rafdrifinna kappakstursbíla brúka eins undirvagn og eins aflrás, en verða svo að þróa sín eigin rauntíma-algrímstölvuforrit og gervigreind til að komast um og eftir keppnisbrautinni.

Frumgerð þróunarbíls Robocar leit dagsins ljós árið 2017. Hann var knúinn fjórum rafmótorum sem saman skiluðu 700 hestum afls.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: