Glænýr Peugeot 3008 frumsýndur

Peugeot 3008.
Peugeot 3008.

Glænýr Peugeot 3008 verður frumsýndur á morgun, laugardag, hjá Brimborg. Í boði er hann sem bensínbíl, dísilbíl og  tengiltvinnbíl með ríkulegum staðalbúnaði, sjö ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

„Glænýr Peugeot 3008 er með nýjum, stórglæsilegum, kröftugum framenda þar sem nýtt grill, díóðu framljós með háuljósaaðstoð og díóðu afturljós leika aðalhlutverk. Ríkulegur staðalbúnaður einkennir nýjan Peugeot 3008. GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél með 180° víddarsýn, nýr 10 tommu margmiðlunarskjár, Mirror Screen speglun, ásamt nýjustu öryggistækni, til að mynda sjálfvirkri neyðarhemlun.

Peugeot 3008 er nú fáanlegur með nýrri næturmyndavél sem skynjar vegfarendur eða dýr í allt að 200 m fyrir framan ökutækið. Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir heitan og þægilegan bíl,“ segir í tilklynningu.

Bíllinn er með 22 sentímetra veghæð og háa sætisstöðu. Því er  þægilegt að fara inn í hann og út.
Frétt af mbl.is: Glænýr Peugeot
Bensín- og dísilvélarnar Peugeot 3008 eru af nýjustu kynslóð sparneytinna PureTech bensín og Blue Hdi dísilvéla, sem eru með þeim umhverfisvænstu á markaðnum í dag. Bensínvélin eyðir frá 6,4 lítrm á 100 km, dísilvélin frá 5,2 lítrum og tvíorkubíllinn frá 1,6 lítra á 100 km skv. WLTP mælingu. Peugeot 3008 er með nýrri átta þrepa sjálfskiptingu sem sparar allt að 7% af eldsneyti miðað við eldri 6 þrepa sjálfskiptingar.

„Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll er þekktur fyrir lágan rekstrarkostnað þar sem það kostar einungis um 220 kr að fylla 13,2 kWh drifrafhlöðuna. Með 33 gr losun koltvíildis á kílómetra eru bifreiðagjöld í lægsta flokki.

Peugeot 3008 kostar frá 5.190.000 og er fáanlegur í þrem útfærslum; Active Pack, Allure og GT. Tengiltvinn bíllinn kostar frá 6.490.000 og er fáanlegur fram- og fjórhjóladrifinn í þrem útfærslum; Active, Allure og GT.

mbl.is