Hestöflum fjölgar í Þýskalandi

Kraftur þýskra bíla jókst árið 2020 miðað við 2019.
Kraftur þýskra bíla jókst árið 2020 miðað við 2019.

Þýskir neytendur höfðu meiri lyst fyrir öfluga bíla á nýliðnu ári en 2019.
Meðaltalsbíllinn þar í landi var búinn 165 hestafla vél, sem er 7 hestum fleira en 2019.

Nýjum rafbílum fjölgaði ört og var meðaltalsafl þeirra 169 hestöfl. Nýir fyrirtækjabílar komu sterkt inn, þökk sé tengiltvinntækni, og var meðal kraftur þeirra 177 hestöfl.

Hið opinbera sýndi kraftmeiri bílum lítinn minni áhuga og var meðalafl nýskráðra bíla í þeim flokki 159 hestöfl. Meðalvélin í nýskráðum einkabílum var síðan 157 hestöfl.

Bílaframleiðsla hrundi annars í Þýskalandi á nýliðnu ári, nam 3,5milljónum bíla sem er 25% samdráttur frá 2019. Hefur framleiðslan ekki verið minni í aldarfjórðung. Útfluttum bílum fækkaði um 24% og námu 2,63milljónum eintaka.

Í samtali í viðskiptaritinu Wirtschaftswoche segist Audistjórinn Markus Duesmann ganga út frá því að von bílhraði verði tiltölulega fljótt takmarkaður í Þýskalandi. Hann segir um pólitíska ákvörðun að ræða en vill þó ekki segja til um hver hámarkshraðinn verður. Hann kveðst vona að ýmiss konar snjall-lausnir leysi vandan sem lýtur að losun gróðurhúsalofts frá bílum komi í stað hraðatakmarkana.

mbl.is