Jaguar á vit rafmagnsins

Allir bílar Jaguar verða knúnir rafmagni eða vetni frá og …
Allir bílar Jaguar verða knúnir rafmagni eða vetni frá og með 2024. Árni Sæberg

Breski lúxusbílasmiðurinn Jaguar mun einungis framleiða rafbíla frá og með árinu 2025 og vinnur að því að verða alveg kolaefnafrír 2039.

Frá þessu skýrði fyrirtækið í morgun en breytingin kallar á 2,5 milljarða sterlingspunda árlegrar fjárfestingar í bílsmiðjunni í Englandi. 

„Um miðjan áratuginn mun Jaguar hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og koma út úr þeim sem framleiðandi hreinna rafdrifinna bíla,“ sagði Jaguar í tilkynningu. Fyrsti bíllinn með hreinni rafdrifrás kemur á götuna 2024 og verður þar um að ræða Land Rover jeppa.
Þá segist Jaguar vinna markvisst að breytingum og endurbótum á aðfangakeðju sinni og framleiðslukerfum  þannig að fyrirtækið geti talist kolefnafrítt í síðasta lagi 2039.
mbl.is