Þúsundasta Teslan til Íslands

Frá opnun sýningarsal Tesla á Íslandi.
Frá opnun sýningarsal Tesla á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rafbílaframleiðandinn Tesla afhenti í gær bifreið númer eitt þúsund til íslensks viðskiptavinar. Rafbílarnir frá Teslu hafa verið með þeim allra vinsælustu meðal Íslendinga síðan framleiðandinn hóf að selja til Íslands á síðasta ári.

„Við erum gríðarlega þakklát allan þann áhuga og þá spennu sem við höfum fundið frá viðskiptavinum síðan Tesla hóf starfsemi á Íslandi, og erum spennt fyrir komandi tímum,“ segir Even Sandvold Roland, upplýsingafulltrúi Teslu í Noregi og á Íslandi.

Í október sl. opnaði Tesla nýja hraðhleðslustöð fyrir viðskiptavini sína við Staðarskála í Hrútafirði og stefnir fyrirtækið á enn frekari uppbyggingu af því tagi á Akureyri, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, á Kirkjubæjarklaustri og nærri Selfossi.

mbl.is