10 rafbílar á toppnum

Ora R1
Ora R1

Það hefur framhjá fáum farið að sala á rafbílum árið 2020 var líflegri en áður. Fyrir liggur listi yfir tíu söluhæstu bílamódelin. Breytir það niðurstöðunni óverulega þótt tengiltvinnbílar séu taldir með.

Söluhæsti rafbíllinn á fyrra ári varð Tesla Model 3, eða rétt eins og 2018 2019. Seldist hann í 365.000 eintökum. Í öðru sæti var bíll sem fæstir þekkja; smábíllinn Wuling Hong Guang Mini, en af honum fóru 120.000 eintök.

Þetta er athyglisverður árangur því raðsmíði bílsins hófst ekki fyrr en í júlí. Er hér eiginlega um framleiðslu General Motors að ræða og fullyrt er að hann verði ekki seldur utan Kína. Árið 2019 var hann áttundi söluhæsti rafbíll heims.

Í fyrra varð Renault Zoe ekki aðeins söluhæsti rafbíllinn bæði í Frakklandi og Þýskalandi. Bætti hann við sig á heimsvísu og hækkaði úr áttunda sæti 2019 í það þriðja í fyrra. Í leiðinni rauf hann 100.000 bíla múrinn

Rafbíllinn Wuling Hong Guang Mini EV.
Rafbíllinn Wuling Hong Guang Mini EV.


Kona hækkar


Í fjórða sæti varð nýja Teslumódelið Model Y, sem kom á markað í mars. Af honum fóru 80.000 eintök en honum er spáð sem helsta keppinauti stallbróður síns,  Model 3.

Í fimmta sæti varð Hyundai Kona sem líkist hefðbundnum fólksbíl mest rafbílanna tíu. Og er sá eini sem seldur er með annars konar drifrásum, m.a með brunavél. Seldist Kona í 65.000 eintökum og lyfti sér úr níunda sæti 2019 í það fimmta í fyrra.

Volkswagen hefur ákveðið að setja mikinn kraft í framleiðslu rafbíla. Varð ID.3 bíllinn í sjötta sæti á lista yfir söluhæstu rafbíla heims með 57.000 bíla.

Sæti neðar varð Nissan Leaf, aldursforseti í rafbílasamkvæminu ef svo mætti segja. Aldurinn hefur lítið að segja fyrir velgengnina en að vísu seig Leaf úr þriðja sæti 2019 með 55.700 seld eintök. Leaf kom á götuna 2011 og er mest seldi rafbíll heimsfrá upphafi.

Ora kemur til sögunnar

Bajoun e-300
Bajoun e-300



Í áttunda sæti er bíll á mikilli siglingu og með því skemmtilega nafni Ora R1. Af honum seldust 48.000 eintök í fyrra, en hér er um að ræða þyngsta og dýrasta bílinn af þessum tíu sem hér er um fjallað. Af honum seldust rúmlega 9.000 í Noregi. Ora varð í 27. sæti árið 2019 og þá varð Audi e-Tron í 25. sæti.

Kínverskur örbíll hreppti níunda sætið á listanum, Baojun E-Serían. Honum dalaði aðeins í fyrra því 2019 varð hann fimmti söluhæsti rafbíll heims.  Rétt eins og Wuling er Baojun samstarfsverkefni SAIC, GM og Wuling. Hann fer að reskjast úr þessu, kom á götuna 2018 og seldist í 47.700 stykkjum í fyrra.

Kínverski bílsmiðurinn Great Wall Motors hefur ýtt úr vör sínum eigin rafbíl af minni gerðinni. Ora heitir merkið og allt þar til Wuling bíllinn kom til sögunnar var staðhæft að Ora R1 væri heimsins ódýrasti rafbíll. Árið 2019 varð hann 27. mest seldi rafbíllinn en kláraði svo 2020 í 10. sæti með 46.800 seld eintök.

mbl.is