Renault lækkar hraðann

Rafbíllinn Renault Spring er snoturt ökutæki með 125 km/klst hámarkshraða.
Rafbíllinn Renault Spring er snoturt ökutæki með 125 km/klst hámarkshraða.

Halda mætti að sænski bílsmiðurinn Volvo og hinn franski Renault hefðu svarist í fóstbræðralag varðandi bílhraða á vegunum.

Volvo tilkynnti á dögunum að fyrirtækið myndi girða fyrir hámarkshraða allra nýrra bíla sinna þann veg að þeir kæmust aldrei hraðar en 180 km/klst.

Í kjölfarið koma svo Fransararnir og skýra nú frá því að hin sömu hraðamörk verði innbyggð í drifrás allra nýrra Renault og Dacia. Hvenær það kemur nákvæmlega til framkvæmda liggur ekki nánar fyrir.

Allt er þetta gert í þágu aukins öryggis á vegunum en 18.800 manns létu lífið í Evrópuumferðinni árið 2020. Er það 4.000 færri en 2019. Nemur fækkunin einu dauðsfalli á hverja milljón íbúa sem er fjarri markmiðum ESB um að helminga dauðaslys frá 2010 til 2020, en fækkunin varð aðeins 36%.

Að sögn umferðaryfirvalda hefði útkoman verið verri ef ekki hefðu komið til takmarkanir ýmiss konar vegna kórónuveirufaraldursins. Öruggust var umferðin í Svíþjóð árið 2020, eða 18 dauðsföll á hverja milljón íbúa.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: