Mustang Mach-E sýndur Akureyringum

Ford Mustang Mach-E rafbíllinn verður sýndur á Akureyri komandi helgi.
Ford Mustang Mach-E rafbíllinn verður sýndur á Akureyri komandi helgi.

Ford Mustang Mach-E rafbíllinn sem er nýkominn til landsins verður meðal sýningargripa á Bíladögum á Akureyri dagana 17.-19. júní og til sýnis og reynsluaksturs hjá Brimborg Akureyri á föstudeginum 18. júní.

Bíllinn er búinn fjórhjóladrifi og 351 hestafla rafmótor sem skilar 580 Nm  togi og kemur bílnum í hundraðið á aðeins 5,1 sekúndu. Hann er búinn 98 kWh rafhlöðu sem skilar honum drægi upp á 540 km og kemst því auðveldlega frá Reykjavík til Akureyrar á einni hleðslu.

„Það má með sanni segja að blað sé brotið í sögu Ford Mu­stang sem er goðsögn í bíla­heim­in­um og hef­ur hingað til aðeins feng­ist sem tveggja dyra sport­bíll. Í fyrsta skipti í 55 ára sögu þessa fræga bíla­merk­is er ný gerð sett á markað,“ seg­ir Brim­borg.

Ford Mu­stang Mach-E er ferðaraf­bíll í flokki stærri bíla, rúm­ir 4,7 metr­ar að lengd og því rúm­góður fyr­ir fimm farþega. Far­ang­urs­rými að aft­an er 402 lítr­ar og stækk­an­legt með því að fella niður aft­ur­sæt­is­bök, að hluta eða öllu leiti. Að auki er hann með far­ang­urs­rými að fram­an sem er 100 lítr­ar.

„Ford Mu­stang Mach-E raf­bíll­inn kem­ur á há­rétt­um tíma fyr­ir orku­skipt­in á Íslandi. Smellpass­ar við ís­lensk­ar aðstæður. Lang­dræg­ur, fjór­hjóla­drif­inn, rúm­góður ferðaraf­bíll með jeppa­lagi og ein­stak­lega mikið drægi á hreinu raf­magni sem kem­ur allri fjöl­skyld­unni og far­angri í einni lotu milli Reykja­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar sem er al­gengt viðmið“ seg­ir Eg­ill Jó­hanns­son, for­stjóri Brim­borg­ar.

Ford Mu­stang Mach-E bíl­ar sem keypt­ir eru hjá Brim­borg eru sér­hannaðir fyr­ir Evr­ópu með búnaði og gerðaviður­kenn­ingu fyr­ir Evr­ópu og upp­fylla þannig all­ar skrán­ing­ar­kröf­ur á því markaðssvæði. Fjöðrun, stýri og driflína eru aðlöguð að evr­ópsk­um aðstæðum. Búnaður er m.a. miðaður við kalt lofts­lag og drægi miðast við evr­ópsk­ar WLTP regl­ur. Leiðsögu­kerfi með Íslands­korti fylg­ir Evr­ópu­bíl­um ásamt hleðslukapli með TYPE2 tengi fyr­ir evr­ópsk­ar aðstæður.

Fimm ára verk­smiðju­ábyrgð er á Ford Mu­stang Mach-E bíl­um og 8 ára ábyrgð á raf­hlöðu sem keypt­ir eru hjá Brim­borg.

Ford Mu­stang Mach-E kost­ar frá 6.890.000 krón­um og er nú þegar til sölu á net­inu í vef­sýn­ing­ar­sal Brim­borg­ar.

Ford Mustang Mach-E rafbíllinn er kominn til landsins.
Ford Mustang Mach-E rafbíllinn er kominn til landsins.
Ford Mustang Mach-E rafbíllinn er kominn til landsins.
Ford Mustang Mach-E rafbíllinn er kominn til landsins.
mbl.is