Kynna nýjan Renault sportjeppa

Nýr Renault Arkana.
Nýr Renault Arkana. Ljósmynd/BL

Renault Arkana verður frumsýndur hjá BL við Sævarhöfða nk. laugardag 9. október milli 12 og 16. Hönnun Arkana er í senn sportleg og kraftmikil þar sem koma saman aflíðandi línur og afturhallandi baksvipurinn.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningur frá BL. 

Þar segir að Arkana beri sterkan svip sportjeppa, bæði vegna hressandi útlitsins en einnig vegna þess hve veghæð undirvagnsins er mikil. Renault undirstrikar svo sportlegt yfirbragðið með mögulegum aukahlutum á borð við stigbretti, vindskeið að aftan og aðkomuljós á undirvagni svo nokkuð sé nefnt.

Nýr Renault Arkana.
Nýr Renault Arkana. Ljómsynd/BL

Rafknúinn akstur

Arkana er búinn tækninni E-TECH hybrid bensínvélar og rafmótors til að hámarka nýtingu eldsneytis og takmarka mengun. Rafmótorinn, sem styðst við 1,2 kWh (230 V) rafhlöðu, gerir kleift að aka stutta vegalengd, allt að 5 km, eingöngu á rafmagni áður en aðalvélin kemur inn. Með endurheimt hemlaorku hleðst svo orka hratt og sjálfkrafa inn á rafhlöðu bílsins.

Þægindi

Arkana er sérlega vel búinn staðalbúnaði. Vegna þægindanna er Arkana t.d. með sjálfvirkum aðfellanlega og upphitaða hliðarspegla, sjálfvirka stillingu aðalljósa, regnskynjara á rúðuþurrkum og mismunandi akstursstillingum við 7 gíra sjálfskiptinguna. Af sömu ástæðu er Arkana líka búinn bakkaðstoð og fjarlægðarskynjurum og tækni sem getur lagt bílnum án aðstoðar í bílastæði. Þá er Arkana einnig búinn easy link-margmiðlunarkerfinu sem tengist snjallsímanum sem stjórnað er á stórum margmiðlunarskjá svo fátt eitt sé nefnt.

Nýr Renault Arkana.
Nýr Renault Arkana. Ljósmynd/BL

Öryggi

Öryggisins vegna er Renault Arkana svo búinn ýmsum aðstoðarkerfum fyrir þjóðvegi og umferðarteppur, umferðarskynjara og tækni sem ber kennsl á gangandi og hjólandi vegfarendur í nálægð við bílinn, dekkjaþrýstingsskynjara svo örfá dæmi séu nefnd um vel útilátinn staðalbúnað Arkana.

Viðráðanlegt verð

Renault Arkana er fáanlegur í tveimur útfærslum, Intens og RS line, sem báðar eru búnar 1,6 lítra 143 hestafla bensínvél og rafmótor við sjö gíra sjálfskiptingu. Eyðsla er frá 4.9 l/100 km. Renault Arkana Intens kostar 5.690 þúsundir króna og RS line 5.990 þúsundir króna. Umfram Intens er RS line m.a. búinn 18“ sérhönnuðum álfelgum, svörtu glerþaki, rafdrifnum framsætum og leðri, Bose hljóðkerfi og 360°myndavél. Allar nánari upplýsingar um eiginleika og ríkulegan staðalbúnað Renault Arkana, Intens og RS line eru að finna á Renault.is.

mbl.is