Fyrsti bíll MG í millistærðarflokki C

MG4 er nýr rafbíll frá MG.
MG4 er nýr rafbíll frá MG. Ljósmynd/Aðsend

Í haust er væntanlegur nýr rafbíll frá MG hjá BL. Bíllinn heitir MG4 og er fimm manna fjölskyldubíll í C millistærðarflokki, sá fyrsti frá MG í þeirri stærð, að því að segir í tilkynningu frá BL.

Forsala á bílnum hófst í vikunni og eru fyrstu bílarnir væntanlegir í lok október.

Bíllinn er byggður á nýjum undirvagni fyrir rafbíla sem MG hefur þróað fyrir flatt gólf og lægri þyngdarpunkt. Í undirvagninum er rafhlaða bílsins sem er 110 mm á hæð og gerir kleift að auka plássið í farþegarýminu fyrir bæði farangur og farþega.

0 upp í 100 á undir 8 sekúndum

MG4 hjá BL verður í Luxury útfærslu með 64 kWh rafhlöðu sem á að draga allt að 435 km.

Bíllinn er 201 hestafl og hann fer úr kyrrstöðu í 100 km/klst á tæpum 8 sekúndum. 

Til að byrja með kemur MG4 með 400v rafhlöðukerfi og afturhjóladrifi. Verðið á bílnum er frá 4.800.000 krónum.

Innan úr MG4.
Innan úr MG4. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina