Kynna nýjan alrafmagnaðan lúxusjeppa

EQS SUV frá Mercedes-EQ er nýr rafmagnaður lúxusjeppi.
EQS SUV frá Mercedes-EQ er nýr rafmagnaður lúxusjeppi. Ljósmynd/Aðsend

Bílaumboðið Askja frumsýnir nýjan EQS SUV frá Mercedes-Benz á laugardaginn næstkomandi klukkan 12-16 í sýningarsal Mercedes-Benz á Krókhálsi 11.

EQS SUV er rafmagnaður lúxusjeppi með einstaka afkastagetu og drægi hans er allt að 616 kílómetrar. Líkt og EQS fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið, góða veghæð og loftpúðafjöðrum sem skilar sér í framúrskarandi akstursgetu, að því er umboðið greinir frá.

Sportjeppinn verður fáanlegur með allt að 22kW, þriggja fasa hleðslukerfi sem fyllir rafhlöður bilsíns frá 0% í 100% á 5,5 klukkustund. Hraðhleðslugeta bílsins er 200kW sem þýðir að hægt verður að ná 300 km drægni á aðeins 15 mínútum og hlaða bílinn 10-80% á u.þ.b. 30 mínútum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Öskju.

mbl.is

Bloggað um fréttina