Terra bætir við sig metanbílum

Scania P340 er ný tegund metankrókheysibíla.
Scania P340 er ný tegund metankrókheysibíla. Ljósmynd/Aðsend

Terra hefur tekið í umferð þrjá nýja metankrókheysibíla af tegundinni Scania P340. Um er að ræða nýja kynslóð metanbíla sem eru enn umhverfisvænni en eldri gerðir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Scania.

Bílarnir hafa þegar verið teknir í notkun og leyst af dísilknúnar bifreiðar sem áður sinntu endurvinnslustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu.

Bílarnir eru með níu lítra vél sem skilar 340 hestöflum og er með tog frá 1350 Nm upp í 20.000 Nm. Kaupin eru í samræmi við stefnu fyrirtækisins til að minnka kolefnisfótspor. Bílarnir eru einnig hljóðlátari en eldri bílar.

mbl.is