Neyddist til að taka á móti tvíburunum heima

Bode Miller og eiginkona hans Morgan Beck eignuðust tvíbura á …
Bode Miller og eiginkona hans Morgan Beck eignuðust tvíbura á dögunum. AFP

Fyrrverandi skíðakappinn Bode Miller eignaðist eineggja tvíbura með eiginkonu sinni Morgan Beck á dögunum. Fæðingin tók aðeins hálftíma og var því enginn til þess að taka á móti tvíburunum nema hann og mamma hans. 

Miller greindi frá uppákomunni í viðtali við Today-morgunþáttinn í vikunni. Miller sem hefur unnið heimsmeistaratitla og ólympíugull átti fyrir fimm börn, þar af eitt sem lést í fyrra. Hann sagði að hann hefði aldrei áður upplifað eitthvað eins og fæðingu tvíburanna. 

Tvíburarnir voru svo fljótir í heiminn að ljósmæður sem voru kallaðar til náðu ekki í tæka tíð. Sem betur fer var móðir Miller til staðar en hún er ljósmóðir. Miller tók þó fram að hún hefði ekki tekið á móti barni í 20 og eitthvað ár og aldrei á móti tvíburum. 

„Við vorum bæði frekar slök og róleg en við vorum klárlega ekki tilbúin í tvíburaheimafæðingu án aðstoðar,“ sagði Miller um fæðinguna. 

Sem betur fer fór allt vel og komu tvíburarnir í heiminn á meðan tengdafaðir hans hafði skroppið út í Costco. 






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert