Sonurinn sefur með höfuð af gínu

Harry og gínuhöfuðið.
Harry og gínuhöfuðið. Skjáskot/Facebook

Hin 22 ára gamla móðir Ilarni Clark hafði alltaf leyft 14 mánaða gömlum syni sínum Harry að fikta í hári sínu þangað til hann sofnaði. Clark var hinsvegar farin að fá höfuðverk af því að leyfa honum að fikta í hári sínu og ætlaði að reyna venja hann af því.

Hún fékk því höfuð af gínu lánað hjá vinkonu sinni sem er hárgreiðslukona. Það leið ekki á löngu þar til Harry litli var orðin svo hrifinn af gínuhöfðinu að hann gat ekki sofnað án þess. 

Hann fór að kalla gínuhöfuðið „Baba“ og vildi taka það með sér hvert sem hann fór. Það hefur ekki farið vel í Clark sem finnst óþægilegt að hafa höfuðið uppi í rúmi hjá sér. Hún hefur meira að segja óvart kysst Baba góða nótt. 

Nú sofnar Harry litli vært með kollinn uppi í rúmi …
Nú sofnar Harry litli vært með kollinn uppi í rúmi hjá sér. skjáskot/Facebook

„Í rúminu eru ég, Callum, Harry og svo dúkkuhausinn. Það hefur hrætt úr mér líftóruna á nóttunni. Fyrstu næturnar kallaði ég á Callum og sagði honum að það væri eitthvað í herberginu. Við höfum bæði gert það,“ sagði Clark í viðtali.  

Þrátt fyrir að vera hrædd við gínuhausinn þá hefur hann bjargað heimilislífinu hjá Clark og fjölskyldu. Foreldrarnir geta nú háttað Harry litla og gínuhausinn og hann sofnar sjálfur. Þar af leiðandi þarf hún ekki að eyða klukkustundum í að svæfa hann með hárinu sínu. 

Harry vill taka Baba með hver sem hann fer.
Harry vill taka Baba með hver sem hann fer. Skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert