Eiga von á barni eftir fósturlát

AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen og tónlistarmaðurinn John Legend eiga von á barni en Teigen missti fóstur í september 2020. Fyrirsætan tilkynnti á Instagram reikningi sínum í gær að hjónin ættu von á sínu fjórða barni eftir að hafa gengist undir glasafrjóvgun. 

„Síðustu ár hafa vægast sagt einkennst af þoku tilfinninga, en gleðin hefur fyllt heimili okkar og hjörtu á ný. Einum milljarði skota síðar (í fótlegginn undanfarið, eins og þið sjáið) erum við með annað á leiðinni,“ skrifaði Teigen við myndina. 

Teigen viðurkennir að hún hafi upplifað mikinn ótta á meðgöngunni í ljósi þess að aðeins tæp tvö ár eru síðan hún missti fóstur. „Í hverjum læknistíma sagði ég við sjálfa mig: „Ókei, ef það er heilbrigt í dag mun ég tilkynna það,“ en svo anda ég léttar við að heyra hjartslátt og ákveð að ég sé bara enn of kvíðin,“ bætti hún við. 

Hjónin eiga fyrir dótturina Luna, 6 ára, og soninn Miles, 4 ára. Teigen og Legend hittust fyrst árið 2006 við upptökur á tónlistarmyndandi fyrir lagið Stereo þar sem Teigen lék ástkonu Legends. Þau trúlofuðust í desember 2011 og giftu sig í september 2013. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert