Ísland eitt besta landið til að ala upp börn

Krakkar í íshokkí á Rauðavatni.
Krakkar í íshokkí á Rauðavatni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýleg rannsókn á vegum Big 7 Travel og Enjoy Travel leiddi í ljós að Ísland er  meðal bestu landa í heiminum til að ala upp börn. Í rannsókninni var punktakerfi notað þar sem löndum var raðað eftir öryggi, heilbrigðisþjónustu, launum, menntun, húsnæðiskostnaði og fæðingarorlofi. 

Það þykir eftirsóknavert fyrir fjölskyldufólk að búa á svæðum þar sem greiður aðgangur er að menntun og leikskólum á viðráðanlegu verði. Þá þykir lág glæpatíðni eftirsóknarverð, en laun og leiguverð gefa svo góða vísbendingu um kostnað og lífsgæði þar sem hærri laun og lægri leigukostnaður benda til hærri lífskjara. 

Fjölskyldu- og félagsmálastefnur þykja einnig mikilvægar, þá sérstaklega þegar kemur að launuðu fæðingarorlofi. Þá skiptir alhliða heilbrigðisþjónusta miklu máli þar sem ungar fjölskyldur eru líklegri til að sækja sér læknisþjónustu oftar. 

Fjórði besti staðurinn

Ísland var valinn fjórði besti staðurinn til að ala upp börn, enda talinn vera einn fjölskylduvænsti áfangastaður heims. Ísland skoraði hæst hvað varðar öryggi, en þar að auki fékkst gott skor fyrir almenna heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og fæðingarorlof. 

10 bestu staðirnir til að ala upp fjölskyldu

1. Noregur

2. Singapúr

3. Danmörk

4. Ísland

5. Finnland

6. Pólland

7. Þýskaland

8. Nýja-Sjáland

9. Holland

10. Tékkland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert