Hvar á Davíð að kaupa ölið?

Skál í boðinu.
Skál í boðinu. Ljósmynd/Wikimedia

Þess er skemmst að minnast að fyrir einungis þrjátíu árum var bjórbanni aflétt á Íslandi og hefur mjöðurmenningin heldur betur blómstrað síðan. Víðast í heiminum má nálgast ölið í óbreyttum matvöruverslunum en það á ekki við hér á landi, allavega ekki enn sem komið er. Ferðamenn sem ekki vita betur skutla kippu eftir kippu í innkaupakerruna og skilja svo ekkert í því að þeir finna ekki á sér eftir að hafa innbyrgt heilmikið magn af malti eða pilsner. Meltingin er aftur á móti komin í ljómandi gott ástand, eins og miðinn á maltinu segir til um.

Mikil umræða skapast oft um verðmiðann á mjöðunum og kvarta íslendingar sem ferðamenn æ yfir íslenska verðlaginu. Bandaríski fréttamiðillinn The Wall Street Journal tók nýlega saman verðlag á öli frá öllum heimshornum og komst að ansi áhugaverðri niðurstöðu. Þess má geta að að upptalningin sem fer fram hér að neðan er miðuð við meðaltal og því má búast við að í hverju landi fyrir sig sé hægt að finna dýrari sem ódýrara öl. Verðið sem tekið er dæmi um hér miðast við hálfan líter af bjór sem keyptur er á bar.

Dýrasti bjór í heimi

Hong Kong - 1.306 kr.

Genf - 1.295 kr

Tel Aviv - 1.146 kr.

Miami & New York -  1.079 kr.

Singapore - 1.006 kr.

Samkvæmt niðurstöðu The Wall Street Journal er ódýrasti bjórinn í …
Samkvæmt niðurstöðu The Wall Street Journal er ódýrasti bjórinn í Ausstur- Evrópu. Ljósmynd/Pixabay

Ódýrasti bjórinn

Bratislava - 267 kr.

Dehli - 277 kr.

Kiev - 283 kr.

Ho Chi Minh - 258 kr.

Kraká - 324 kr.

Þess má geta að Reykjavík var í 43. sæti af þeim 75 borgum sem teknar voru til skoðunar. Meðalverð á bjór í Reykjavík er 596 kr. samkvæmt könnuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert