Með yfir milljón áhorf á Youtube

Finnur Snær nýtur lífsins á Filippseyjum.
Finnur Snær nýtur lífsins á Filippseyjum. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir tveimur árum keypti hann sér góða myndavél og ákvað að taka upp næsta ferðalag en það var til Filippseyja. „Ég fékk innblástur frá bloggurunum Casey Neistat og Ben Brown og hugsaði með mér ef þeir geta það, hví ekki ég.“

Finnur er af mörgum þekktur sem Finn Snow og gengur undir því nafni á samfélagsmiðlum en hvaðan kemur nafnið? „Ég fékk nafnið frá bekkjarfélögum mínum þegar ég bjó í Nýja Sjálandi og var að læra myndvinnslu. Þá var Game of Thrones að byrja og ég, Finnur Snær, fékk nafnið Finn Snow.“

Finnur með hressum skólastúlkum í einu af nýju skólastofunum sem …
Finnur með hressum skólastúlkum í einu af nýju skólastofunum sem hann hjálpaði til með að safna fyrir. Ljósmynd/Aðsend

Um þessar mundir býr Finnur og starfar á Filippseyjum en þaðan ferðast hann víða. „Hér eru yfir 7000 eyjur og ferðalögin endalaus. Inn á milli er maður sendur hingað og þangað til að kynna áfangastaði með ferðaskrifstofum eða ríkisstofnunum en þau hafa hjálpað til með mörg ferðalög.“ Hjarta Finns slær greinilega á þessum draumastað en í fyrra aðstoðaði hann við að safna tæpum 10 milljónum til að byggja kennslustofur fyrir grunnskóla. „Skólinn er fyrir stelpur á aldrinum 2-14 ára sem bjargað hefur verið frá mannsali og þrælkun. Mig langar mikið að taka þátt í einhverju líku verkefni á þessu ári.“

Framundan eru fleiri ferðalög um eyjarnar en Finnur stefnir á að ferðast á staði þar sem fáir hafa myndað áður og kynnast þannig landi og þjóð til hins ítrasta.

Hægt er að fylgjast með Finni á Instagram, Facebook og síðan en ekki síst Youtube.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert