Það er ekki óalgengt að sjá ketti og hunda um borð í flugvélum í Bandaríkjunum. Það er þó heldur óvenjuleg sjón að sjá hest um borð. Það var þó raunin í síðustu viku þegar maður tók smáhest með sér um borð í flug frá Chicago til Omaha.
Hesturinn, sem kallaður er Flirty, er þjónustuhestur og fylgdi eiganda sínum í gegnum flugvöllinn og inn í vél í Chicago, öðrum ferðalöngum til mikillar undrunar en líka ánægju.
Hundar og kettir fylgja eigendum sínum reglulega í flugferðir í Bandaríkjunum og ekki eru til neinar reglur um að ekki megi taka hesta með í flug, svo lengi sem þeir komast í farþegarýmið. Það er í höndum flugfélaga að ákveða hvaða dýr megi taka með í flug, svo þeir sem hyggjast ferðast með önnur dýr en ketti, hunda eða smáhesta ættu að fletta því upp á vefsíðu flugfélagsins áður en haldið er út á flugvöll.
The emotional support.........MINI HORSE? @stooloutdoors (via IG/cjkras) pic.twitter.com/1tY1XgoqZp
— Barstool Sports (@barstoolsports) August 30, 2019