Svona myndi fyrsta bling-flugvélin líta út

Emirates birti mynd af frekar skrautlegri flugvél á Twitter.
Emirates birti mynd af frekar skrautlegri flugvél á Twitter. skjáskot/Twitter

Flugfélagið Emirates kynnti í fyrra sérstaka bling-vél með tölvugerðri mynd á Twitter. Nú hefur flugfélagið birt mynd af flugvélinni eins og hún myndi líta út að innan en flugvélin er enn bara til í villtustu draumum Emirates og listakonunnar Söru Shakeel. 

Nýjasta myndin af flugvélinni sem enn hefur ekki orðið að veruleika sýnir glæsilegar vistaverur þeirra sem myndu hafa aðgang að betri aðstöðu í demantaskreyttiri flugvélinni. Shakeel sem er vön að vinna með kristala í list sinni gerði mynd af flugvélinni að utan í fyrra. 

Því miður fyrir þá glysgjörnu er afar ólíklegt að almenningur geti flogið með demantaskreyttri flugvél Emirates. Sérfræðingur frá Swarovski sagði að það þyrfti 500 þúsund kristalla og fjögurra vikna vinnu til þess að þekja heila flugvél. 

Það má þó láta sig dreyma eins en myndirnar gefa góða mynd af því hvernig það væri að fljuga um loftið í demanti. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert