Svona sefur ofurfyrirsæta á almennu farrými

Winnie Harlow birti mynd af sér sofandi í flugi á …
Winnie Harlow birti mynd af sér sofandi í flugi á Instagram. skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Winnie Harlow lenti í því að fluginu hennar var aflýst á dögunum. Hún þurfti að mæta í stóra myndatöku morguninn eftir og mátti ekki mæta of seint. Hún fór í næsta mögulega flug og reyndi að sofa eins og hún gat á almennu farrými en ekki fyrsta farrými eins og hún hafði bókað. 

Harlow sem er 175 semtímetrar á hæð hafði ekki sofið í fjóra daga þegar hún fékk þær fréttir að búið væri að aflýsa fluginu á fyrsta farrými. Svefnleysið skrifast á það að tískuvikurnar í New York, London og Mílanó hafa verið í fullum gangi síðustu vikur og því brjálað að gera hjá ofurfyrirsætunni. 

„Ég átta mig á því að þetta lítur ekki út fyrir að skipta máli fyrir sumt fólk en þegar flugvélin er svefnherbergi þitt og þú nærð bara að sofa í flugi í erilsömum tískumánuði er þetta þreytandi,“ skrifaði Harlow meðal annars og tók fram að fyrirsætulífið væri ekki alltaf bara glamúr auk þess sem hún var ánægð með flugvallarstarfsfólkið. 

Það var bara eitt í stöðunni fyrir Harlow og það var að reyna finna þægilega stellingu til þess að sofa í. Svo virðist sem henni hafi tekist nokkuð vel til. 

View this post on Instagram

I haven’t slept in 4 days, and my flight got cancelled. The amazing airport escort got my team and I put on the fastest flight out but we had to give up our business class seats in order to land in time for a huge shoot at 6am. I realize this may not seem like a big deal to some, but when a plane is your bedroom and a flight the only time to get sleep during a hectic fashion month, it’s tiresome. Regardless I’m grateful, god works in mysterious ways and everything happens for a reason. It’s not everyday glamour, you have to do what you have to do to be successful in life 🙏🏽❤️ to reach your goals the grind never stops! (Ty @hbjbofficial for being my pillow😴😁)

A post shared by ♔Jamaican Canadian♔ (@winnieharlow) on Sep 18, 2019 at 5:26pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert