Hvað segja stjörnumerkin um ferðafélagana?

Hentar þér að slaka á nauti á ströndinni?
Hentar þér að slaka á nauti á ströndinni? mbl.is/Colourbox.dk

Stjörnumerkin geta sagt ýmislegt um okkur sem manneskjur og það á að sjálfsögðu við um hvernig við erum þegar við ferðumst. Þrátt fyrir að fólk geti verið góðir vinir er ekki þar með sagt að fólk ætti að fara í ferðlög saman eins og fram kemur á vef Lonely Planet

Hér sérðu með hverjum þú átt helst að ferðast út frá stjörnumerkinu þínu. 

Hrút­ur (21. mars til 19. apríl)

Hrútar eru sjálfstæðir og vilja fara nýjar nýjar leiðir. Vogin er sögð vera slök og því fullkomin fyrir hrúta að ferðast með, leyfir hrútunum að ráða ferðinni. Vogin er einnig sögð geta haldið friðinn við heimamenn.  

Naut (20. apríl til 20. maí)

Naut geta verið þrjósk en vilja líka láta gera vel við sig. Eru nautin sögð hrifin af framandi mat sem og að sóla sig á afskekktum ströndum. Krabbinn er góður ferðafélagi fyrir nautið en það þarf ekki mikið til að fá krabba til að sleppa skoðunarferðum og slaka á við hótelsundlaugina í einn dag. 

Tví­buri (21. maí til 20. júní)

Tvíburar eru miklar félagsverur og fólki í stjörnumerkinu leiðist auðveldlega. Tvíburar ættu til dæmis ekki að vera með mjög stífa ferðadagskrá þar sem henni ætti að vera hægt að breyta auðveldlega. Tvíburar ættu að ferðast með  stjörnumerki bogmannsins sem er bæði hrifinn af þekkingu og ævintýrum. Bogmanninum er nokkuð sama þó að dagskráin breytist svo lengi sem hann fær að upplifa eitthvað nýtt. 

Krabbi (21. júní til 22. júlí)

Krabbinn er heimakær og líður vel í litlum bæ með vinalegu heimafólki. Meyjur koma sterkar inn sem ferðafélagar krabbanna þar sem þær eiga auðvelt með að taka af skarið þegar krabbinn verður aumur í sér. Meyjan passar upp á að krabbinn lifi heilbrigðu lífi í útlöndum en krabbinn passar upp á að meyjan slaki á. 

Í hvaða stjörnumerki ert þú?
Í hvaða stjörnumerki ert þú? mbl.is/Thinkstockphotos

Ljón (23. júlí til 22. ág­úst)

Ljón vilja ferðast á líflega staði þar sem skapandi hjarta þeirra fær að skína. Hrúturinn er góður ferðafélagi ljóna þar sem þeir eru líka sjálfstæðir og athyglissýki ljónsins ógnar ekki. 

Meyja (23. ág­úst til 22. sept­em­ber)

Það getur verið erfitt að fá samviskusama meyju til að fara í frí. Meyjunni líður best þegar hún fer í ferðalög sem snúast um að bjarga heiminum. Fólk í merki tvíbura passar afar vel við meyjurnar enda stjórnast bæði merkin af Merkúr sem er pláneta samskipta, ferðalaga og viðskipta. Fólk í merkjunum getur tekist á við mörg verkefni í einu. 

Vog (23. sept­em­ber til 22. októ­ber)

Vogin er hrifin af fegurð, list og friðsamlegu lífi. Vogin á ekki í vandræðum með að eignast vini á ferðalögum og kann að meta náttúrufegurð víðs vegar um heiminn. Fólk í fiskunum hefur  svipaða eiginleika og myndi gjarnan vilja ferðast með fólki í voginni um heiminn. Bæði merkin eru róleg þegar kemur að því að taka ákvarðanir, taka þess vegna ákvarðanir þegar komið er í flugvélina. 

Sporðdreki (23. októ­ber til 21. nóv­em­ber)

Þegar sporðdrekar ferðast vilja þeir skoða gamla sögu og skilja tilveru sína betur. Steingeitin er líka á dýptina og hentar því afar vel sem ferðafélagi sporðdrekans. Steingeitin myndi glöð ganga, klifra eða fara fjöll ef eitthvað nýtt yrði á vegi hennar. 

Hvernig ferðlög vilt þú fara í?
Hvernig ferðlög vilt þú fara í? mbl.is/Colourbox.dk

Bogmaður (22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber)

Bogmaðurinn er alltaf með hugann við næsta ævintýri og hefur ekkert á móti því að taka áhættu. Vatnsberinn er einnig óútreiknanlegur rétt eins og bogmaðurinn. Þeir passa því vel saman á ferðalögum og það sem meira er hvorugt merkið verður ósátt ef hitt fer eitt af stað. 

Stein­geit (22. des­em­ber til 19. janú­ar)

Steingeitin er mjög upptekin við að takast á við áskoranir en stundum þarf að minna hana á að það er allt í lagi að slaka á. Þess vegna er latt og áhugalaust naut fullkominn ferðafélagi fyrir steingeitina, aðeins að jafna út orkuna í ferðalaginu. Markmið þeirra er að liggja á ströndinni. 

Vatns­beri (20. janú­ar til 18. fe­brú­ar)

Vatnsberinn fer frekar í ferðalög þar mem hann kynnist nýjum og spennandi lífsháttum sem gætu mögulega breytt daglegu lífi vatnsberans. Sporðdrekinn hentar vatnsberanum vel en merkin munu skora á hvort annað að fara út fyrir þægindarammann í ferðalaginu. 

Fisk­ur (19. fe­brú­ar til 20. mars)

Fiskar er sérstaklega gáfað merki og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Draumaferðalögin innihalda fegurð og list. Ljón eru fullkomin fyrir fiska en fiskarnir róa ljónið aðeins niður en um leið hjálpar ljónið fiskunum að fylgja sínum eigin straumum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert