Disneyland hækkar miðaverð

Miðaverð í Disneyland hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum.
Miðaverð í Disneyland hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. THOMAS SAMSON

Disneyland í Anaheim í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur hækkað miðaverð sitt. Þetta er í annað sinn á 13 mánuðum sem miðaverð er hækkað í skemmtigarðinn. Nú kosta dagspassar í fyrsta skipti yfir 200 Bandaríkjadali. 

Verð á ársmiðum í garðinn og rafrænum MaxPass var einnig hækkað. Fimm miðaverð eru í boði en verðið er hæst á álagstímum og er lækkað þegar minna er að gera. 

Verðið á dagspassa í garðinn á háannatíma hækkaði um fimm prósent. Miðaverð á dögum þar sem minna er að gera, eins og á þriðjudögum og miðvikudögum í mars, er lægst, aðeins 104 Bandaríkjadalir. 

Verðgjald á bílastæðum í kringum skemmtigarðinn var ekki hækkað og kostar það sama og áður, 25 Bandaríkjadali.

Miðaverðið var síðast hækkað fyrir 13 mánuðum, rétt áður en nýr hluti garðsins var opnaður, Star Wars: Galaxy's Edge. Þá hækkaði miðaverðið um 7 prósent. Mánuði seinna kom fram í tilkynningu frá Walt Disney Co. að aðsókn í garðinn hefði minnkað um 3 prósent.

Aðsókn í garðinn jókst um 2% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og tekjur jukust um 8% sömuleiðis.

Í sumar er áætlað að enn einn hluti opni í garðinum, hluti tileinkaður ofurhetjum Marvel-teiknimyndanna og -kvikmyndanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert