Skoðaðu Louvre að hætti Beyoncé og Jay-Z

Hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku upp myndband á Louvre.
Hjónin Beyoncé og Jay-Z tóku upp myndband á Louvre. Ljósmynd/Facebook-síðu Beyoncé

Listasafnið Louvre er á eitthvað sem flestir ferðamenn skoða þegar farið er til Parísar. Hægt er að skoða safnið aftur og aftur og er skemmtilegt að skoða safnið með augum tónlistarhjónanna Beyoncé og Jay-Z. 

Hægt er að fara í skipulagða skoðunarferð um safnið þar sem farið er á slóðir tónlistarfólksins í myndbandinu APES**T. Myndbandið var tekið upp á listasafninu og kom út árið 2018. Vakti það svo mikla lukku að safnstjórinn taldi myndbandið vera ástæðuna fyrir því að metaðsókn var á safnið það ár eftir að heimsóknir drógust saman. 

Sé fylgt í fótspor þeirra Beyoncé og Jay-Z ber að líta mörg helstu meistaraverk listasögunnar. Meðal annars er skoðað eitt frægasta málverk heims, sjálfa Monu Lisu eftir meistara Leonardo da Vinci. Gríska marmarastyttan Venus frá Míló kemur einnig við sögu. Tónlistarhjónin eru dugleg að vekja athygli á menningu svartra og lýkur göngunni við myndina Mynd af svartri konu. Myndina málaði Marie-Guillemine Benois um 1800 og er myndefnið heldur óvenjulegt miðað við tíð og tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert