Bakar pítsur á rennandi hrauninu

Hraunbökuð pizza þykir víst lostæti
Hraunbökuð pizza þykir víst lostæti Ljósmynd/AFP

Í Geldingadölum steikti einhver beikon á heitu hrauninu, annar mætti með mokkakaffikönnu, en í Gvatemala hefur David Garcia byrjað sinn eigin rekstur á hægfljótandi hrauninu frá Pacaya-eldfjalli.

David Garcia mundar deigið af mikilli nákvæmni
David Garcia mundar deigið af mikilli nákvæmni Ljósmynd/AFP

Það eru margar mismunandi leiðir til að baka hina fullkomnu pítsu. Einhverjir notast við pítsuofn, sumir skella pítsusteini á grillið sitt og aðrir baka sínar í eldofnum.

En hinn þrjátíu og fjögurra ára gamli Gvatemali og endurskoðandi David Garcia er hins vegar sannfærður um að besta leiðin til að baka pítsur sé á sjóðandi heitu hrauni.

Pacaya Pizza

David Garcia rekur pítsustaðinn Pacaya Pizza á hraunjaðrinum við Pacaya-eldfjall. Þangað gengur hann daglega úr nálægu þorpi með vinnuborðið sitt, áleggið og deigið.

David Garcia á heimleið eftir að hafa hraunbakað pizzur ofan …
David Garcia á heimleið eftir að hafa hraunbakað pizzur ofan í sársvanga ferðamenn. Ljósmynd/AFP
David Garcia rúllar deigið í eldhúsinu
David Garcia rúllar deigið í eldhúsinu Ljósmynd/AFP
Ljósmynd/AFP

„Ég fæ fjölmarga ferðamenn til mín á hverjum degi sem vilja smakka pítsurnar mínar,“ segir Garcia. Hann notar öfluga eldvarnarhanska þegar hann kemur pítsunni þægilega fyrir á heitu hrauninu. Bakkinn sem hann notar er úr málmi sem þolir allt að þúsund gráðu hita.

David Garcia rekur heitasta pizzustaðinn í Gvatemala
David Garcia rekur heitasta pizzustaðinn í Gvatemala Ljósmynd/AFP

Tíu mínútum síðar er hún tilbúin. Ljúffengar pítsusneiðar fyrir þreytta ferðalanga.

David Garcia afgreiðir pizzur til ferðamanna eftir að hafa hraunbakað …
David Garcia afgreiðir pizzur til ferðamanna eftir að hafa hraunbakað þær. Ljósmynd/AFP
Hraunbökuð pizza
Hraunbökuð pizza AFP
Hraunflæði úr gossprungu í eldfjallinu Pacaya.
Hraunflæði úr gossprungu í eldfjallinu Pacaya. AFP

Pacaya-eldfjall

Eldfjallið Pacaya í Gvatemala byrjaði að gjósa í febrúar. Fjallið er í tvö þúsund og fimm hundruð metra hæð yfir sjávarmáli og er eitt virkasta eldfjall landsins, en í Gvatemala eru talin vera um 38 virk eldfjöll. Gosið er ekkert ósvipað því sem er í Geldingadölum, það er hægfara hraunrennsli og tilheyrandi gasmengun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert