Reglur hertar á Tenerife

Hertar reglur á Tenerife taka gildi á mánudag.
Hertar reglur á Tenerife taka gildi á mánudag. Ljósmynd/Úrval Útsýn

Tenerife hefur verið fært upp á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig Spánar. Stjórnvöld á Kanaríeyjum tilkynntu hertar aðgerðir á fundi í gær. Fjórða viðbúnaðarstigið hefur þó verið aðlagað að faraldrinum og eru reglurnar ekki jafn strangar og þær voru þegar viðbúnaðarstigin voru búin til í september á síðasta ári.

Í gær greindust 510 smit á Tenerife og 337 smit á Gran Canaria. Smittölur hafa verið á uppleið á eyjunum undanfarnar vikur. Alls hafa 4.711 ný smit á eyjunni síðastliðnar tvær vikur.

Hertar reglur taka gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Reglurnar eru ekki svo frábrugðnar þriðja viðbúnaðarstigi sem nú er í gildi á eyjunni. Til dæmis mega barir og veitingastaðir enn vera opnir til miðnættis og jafnmargir mega vera inni á stöðum. 

Vottorð um bólusetningu er mikilvægt á eyjunni og þarf að sýna það til að komast í ræktina, kvikmyndahús og á viðburði. 

Canarian Weekly

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert