Björn Boði Björnsson er farinn að vinna hjá Icelandair sem flugþjónn. Björn Boði er litli bróðir Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class og eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club.
Björn Boði er sonur hjónanna Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur sem eru aldrei kölluð neitt annað en Dísa og Bjössi í World Class. Drengurinn hefur ferðast mikið um heiminn með foreldrum sínum og ætti því að vita nákvæmlega hvernig á að hugsa um farþega Iclenadair sem þeir hafi það sem best.