9 skemmtilegir staðir að heimsækja á Suðurlandi

Það er góð hugmynd að æja á Laugarvatni, slaka á …
Það er góð hugmynd að æja á Laugarvatni, slaka á í heitum laugum og gufubaði. Ljósmynd/Fontana

Fólk sem ætlar að heimsækja Suðurlandið í sumar hafa úr nægri dægradvöl að velja. Hér eru nokkrir staðir til að heimsækja en listinn er þó engan veginn tæmandi. 

Kajakferðir á Stokkseyri

Kajakferðir á Stokkseyri hafa verið starfræktar síðan árið 1995. Ferðirnar sem boðið er upp á eru fjölbreyttar. Allt frá rólegheitafjölskylduferðum án leiðsögumanns upp í tveggja og hálfstíma ferðir með leiðsögn.

Laugarvatn Fontana

Það er góð hugmynd að æja á Laugarvatni, slaka á í heitum laugum og gufubaði. Náttúruböðin bjóða upp á einstaka upplifun og gufan er beint fyrir ofan náttúrulega hveri sem heimamenn hafa notað til heilsubaða í tugi ára. Fontana liggur við Laugarvatn og er fjallasýnin einstök að margra mati á staðnum.

Það er hægt að ganga bak við Seljalandsfoss og virða …
Það er hægt að ganga bak við Seljalandsfoss og virða hann fyrir sér frá öllum sjónarhornum. mbl.is/Árni Torfason

Seljalandsfoss

Seljalandsfoss er foss í Seljalandsá þar sem hún steypist fram af hömrum Vestur-Eyjafjalla norðan við Seljaland.

Hann er einn af hæstu fossum landsins og margir njóta þess að mynda sig við staðinn.

Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO.
Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Eyjafjallajökull

Eyjafjallajökull er í röð hærri jökla landsins. Hann er eldkeila, gerður úr hraun- og vikurlögum á víxl og liggur norður af Eyjafjöllum. Í toppi keilunnar er sigketill sem er 3-4 km í þvermál. Margir bjóða upp á leiðsögn upp á jökulinn og er talað um að það sé upplifun sem seint gleymist.

Surtsey

Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO. Hún er yngsta eyjan við Ísland, syðst Vestmannaeyja og næststærst eyjanna eða um 1,9 ferkílómetrar. Eyjan er friðlýst en vinsælt er að sigla í kringum hana. Hún er auglýst sem nýjasta eyja heims og er siglt með allt að 12 manns í þrjá tíma eins og finna má upplýsingar um á Visitwestmanislands.com.

Það verður enginn svikinn af því að koma við á …
Það verður enginn svikinn af því að koma við á Slakka og klappa dýrunum þar. Ljósmynd/Instagram

Dýragarðurinn Slakki

Það er alltaf stuð og stemning í dýragarðinum Slakka í Laugarási. Þar má klappa dásamlegum kanínum, hundum og fleiri góðum dýrum. Bæði börn og fullorðnir finna eitthvað við sitt hæfi á staðnum, sem er gróðursæll og fallegur.

Það er alltaf fjör á Selfossi.
Það er alltaf fjör á Selfossi. mbl.is/Árni Sæberg

Miðbær Selfoss

Þeir sem kunna að meta Suðurlandið eru flestir sammála því að nú þurfi allir að heimsækja miðbæ Selfoss. Þar má finna fallegar byggingar, verslanir og alls konar veitingastaði. Stytta af Agli Thorarensen var afhjúpuð þar nýverið en hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga og stjórnarformaður Mjólkurbús Flóamanna í þrjá áratugi.

Kvöldbirtan á Þingvöllum er einstök.
Kvöldbirtan á Þingvöllum er einstök. mbl.is/Árni Sæberg

Þingvellir

Hjarta lands og þjóðar er margverðlaunuð gagnvirk sýning um sögu og náttúru staðarins sem gerir gestum kleift að verða hluti af þjóðgarðinum, því þeir kalla sjálfir fram þær upplýsingar sem þeir hafa áhuga á um leið og þeir rölta í gegnum rýmið. Best er að fara síðan í göngu um svæðið fyrir utan til að fá náttúruna beint í æð.

Ef þú kemur við á Sólheimum getur þú nælt þér …
Ef þú kemur við á Sólheimum getur þú nælt þér í Jurða baðsalt sem gert er úr rósum. Ljósmynd/Sólheimar

Sólheimar

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Þar er hægt að borða og skemmta sér, fara í óvissuferðir og kaupa fallega listmuni, sem sumir segja þá allra flottustu á landinu.

Jurtastofa Sólheima framleiðir handsápur, krem, varasalva, baðsölt og olíur sem bæta útlitið.

Á Sólheimum vaxa jurtirnar í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi. Allar vörurnar eru handgerðar og mjög fallegar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert