Hermann og Birna selja Kaffi Kjós

Hjónin Birna Einarsdóttir og Hermann Ingólfsson hafa staðið vaktina í …
Hjónin Birna Einarsdóttir og Hermann Ingólfsson hafa staðið vaktina í Kaffi Kjós í 24 ár.

Hjónin Hermann Ingólfsson og Birna Einarsdóttir hafa skellt í lás og sett þjónustumiðstöðina Kaffi Kjós á sölu eftir að hafa staðið þar vaktina síðastliðin 24 ár. Mikill söknuður ríkir í sveitinni og vonast hjónin til þess að nýir eigendur taki við keflinu og haldi rekstrinum áfram, enda einstakt viðskiptatækifæri.

Kaffi Kjós er fjölskyldufyrirtæki sem hefur rekið kaffihús, verslun, bar og veitingahús frá árinu 1998. Þjónustumiðstöðin er 185 fm að stærð og stendur á 3.500 fm eignarlóð með einstöku útsýni yfir Meðalfellsvatn.

Útsýnið er sérlega fallegt.
Útsýnið er sérlega fallegt.

Hermann og Birna hafa starfað í ferðaþjónustu í yfir 30 ár og munu halda áfram rekstri ferðaþjónustu að Hjalla í Kjósahrepp þar sem þau bjóða meðal annars upp á tjaldsvæði og salarleigu. 

Hermann segir þau hjónin orðin þreytt eftir meira en tvo áratugi í rekstrinum. „Það sakna þess margir að Kaffi Kjós sé hérna og mikill missir fyrir fólkið í kring. Það var nóg að gera, það vantaði ekki og hægt að bæta í endalaust þarna enda engin önnur þjónusta á svæðinu,“ segir Hermann. 

Af fasteignavef mbl.is: Kaffi Kjós

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert