Íslensk vegabréf enn í 12. sæti

Vegabréf
Vegabréf mbl.is/Hjörtur

Íslensk­ir rík­is­borg­ar­ar geta ferðast til 180 landa án þess að þurfa til þess fyr­ir­fram­fengna vega­bréfs­árit­un. Vega­bréfið ís­lenska sit­ur í 12. sæti á svo­kallaðri vega­bréfs­vísi­tölu Hen­leys fyr­ir árið 2022. 

Vísi­tal­an, eða list­inn, held­ur utan um lönd sem borg­ar­ar kom­ast til með vega­bréf­um landa sinna án sér­stakr­ar vega­bréfs­árit­un­ar, en sem stend­ur er Japan í efsta sæti listans. Þau sem eiga japanskt vegabréf geta komist til 193 landa án þess að fá vegabréfsáritun. 

Singapúr og Suður-Kórea sitja saman í 2. sæti og geta farið til 192 landa án vegabréfsáritunar.

Bandaríkin og Bretland færðust niður á listanum á þessu ári og eru nú í sjötta og sjöunda sæti listans. 

Úkraína hefur færst upp á listanum og geta þau sem ráða yfir úkraínsku vegabréfi komast til 144 ríkja án sérstakrar vegabréfsáritunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert