Er þetta ljótasti bær Ítalíu?

Livorno er sögð afar ljót borg á Ítalíu.
Livorno er sögð afar ljót borg á Ítalíu. Unsplash.com/JR Harris

Livorno er borg skammt frá Pisa í Toskana héraði sem oft á tíðum er kallaður einn ljótasti bær Ítalíu. Ferðamannastraumurinn þangað er lítill ólíkt öðrum stöðum Ítalíu þrátt fyrir að vera við bæði við sjóinn og í Toskana héraði. Maður skyldi ætla að það ætti að nægja ferðamönnum en svo er ekki.

„Þeir fáu sem koma þangað virðast hafa lent þarna fyrir slysni,“ skrifar Solveig Steinhardt fyrir BBC. „Líklegast eiga þeir bara leið framhjá og þurfa að stoppa og fá sér eitthvað að borða eða ætla að ná ferjunni áfram til Korsíku.“

Livorno fellur í skuggann á öllum sögufrægu stöðunum umhverfis bæinn eins og til dæmis Pisa. Á 19. öld var Livorno full af lífi og eftirsóttur sumardvalarstaður efri stéttar Ítala og þar var mikið um að vera. Þess má geta að ópera Mózarts Lo Sposo Deluso á að hafa gerst í Livorno.

Loftárásir í seinni heimstyrjöldinni

Seinni heimsstyrjöldin setti þó strik í reikninginn. Livorno varð fyrir miklum loftárásum í stríðinu og eyðilögðust fjölmargar byggingar og innviðir á borð við höfnina. Ekki var úr því bætandi að kastað var til höndum við enduruppbyggingu borgarinnar. „Gripið var til þess ráðs að byggja margar ljótar byggingar við hlið þeirra klassískra bygginga sem ekki eyðilögðust í stríðinu. Heildarútlitið var því í mjög miklu ójafnvægi og nýju byggingarnar ekki í sátt við umhverfið.“

Íbúar Liverno fara ekki mildum orðum um margar byggingarnar en skemmst er frá því að segja að til er Facebook-síða sem heitir Se potessi demolire (Ef ég gæti rifið niður...). Þar geta áhugasamir birt mynd af byggingu sem er lýti á hverfi þeirra.

Livorno var vinsæll sumardvalastaður í gamla daga.
Livorno var vinsæll sumardvalastaður í gamla daga. Unsplash.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert