Íslendingapartí á nýjum veitingastað á Tenerife

Frá vinstri eru Eva Ósk Elíasdóttir, Davíð Kristinsson og dóttir …
Frá vinstri eru Eva Ósk Elíasdóttir, Davíð Kristinsson og dóttir þeirra, ásamt Pétri Sigurðssyni og Biöncu Savu, eigendum B on The Rocks, Hrafnhildi Sigurðardóttur og Arnari Þór Jónssyni, lögmanni, og Gísla Jóhannssyni, flugstjóra hjá Icelandair.

Æ fleiri Íslendingar kjósa að viðra tærnar í sólinni á Tenerife þessa dagana í stað þess að þeysast vel dúðaðir um snæviþaktar götur Reykjavíkur.

Eyjan fagra býður upp á ótal möguleika fyrir ferðamenn og fjölda áfangastaða, en kvikmyndagerðarmaðurinn Pétur Sigurðsson varð strax heillaður af svörtum klettaströndum bæjarins Alcala, rétt fyrir norðan Adeje. 

Alcale er talinn vera með fallegri strandbæjum á suðvesturhluta eyjunnar, en þar er hlýtt og sólríkt allt árið um kring. Staðurinn þykir tilvalinn fyrir þá sem eru í leit að sólríku veðri en kjósa rólegra andrúmsloft og vilja vera fjarri asanum sem gjarnan myndast á stærri dvalarstöðum eyjunnar. 

Nýverið opnaði Pétur kaffihús og veitingastað í bænum, en staðurinn ber heitið B On The Rocks. Þar er boðið upp á létta rétti og smurbrauð á daginn, en þegar líður á kvöldið tekur frönsk matargerðarlist við á staðnum og töfrar kokkurinn fram dýrindis rétti í anda Frakklands fyrir gestina. 

Nýverið var blásið til opnunarhófs á kaffihúsinu þar sem Íslendingarnir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta, en af myndum að dæma var góð stemning á opnuninni og nóg um góðan mat og drykki. 

Hópur Íslendinga sem fékk sér dögurð á staðnum. Eins og …
Hópur Íslendinga sem fékk sér dögurð á staðnum. Eins og sést voru þau í góðu yfirlæti.
Hrafnhildur Sigurðardóttir og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson.
Hrafnhildur Sigurðardóttir og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson.
Maturinn var ekki af verri endanum.
Maturinn var ekki af verri endanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert