Hvernig á að forðast klisjunar á Balí?

Rólumyndirnar frá Balí tröllríða samfélagsmiðlum. Hægt er að leigja sér …
Rólumyndirnar frá Balí tröllríða samfélagsmiðlum. Hægt er að leigja sér kjól fyrir myndatökuna. Svo er manni smalað í rútu fyrir næstu myndatöku. Skjáskot/Instagram

Balí er draumaáfangastaður margra, svo margra að erfitt getur verið að fóta sig þar fyrir átroðningi annarra ferðamanna.

Þrátt fyrir gríðarlegan straum ferðamanna þangað er eyjan þess virði að heimsækja segja sérfræðingar.

Frábær staður ef maður forðast gildrurnar

Í miðbæ Denpasar iðar allt af lífi og áreitið getur verið mikið fyrir þann sem er að leitast af einhverju rólegra eyjalífi. Mótorhjól eru um allt og aksturslagið glannalegt. Heimamenn segja að ferðamenn á mótorhjólum reyna að líkja eftir aksturslagi heimamanna en ná ekki almennilegum tökum á því sem skapar hættu fyrir aðra í umferðinni. 

„Innan nokkurra klukkustunda hafði ég hitt fleiri ástralska ferðamenn á börum og veitingastöðum í Balí en á nokkrum öðrum stað á norðurhluta Balí. Þetta var eins og að vera staddur á Benidorm,“ segir blaðamaður Irish Independent. 

„En þrátt fyrir allt er Balí frábær staður ef maður forðast allar túristagildrur. Heimamenn eru afar kurteisir og vinalegir og gera allt til þess að upplifun ferðamanna verði sem best.“

Fallegt handverk hvert sem litið er

„Margir segja að Róm sé upplifun hvað varðar fallegan arkitektúr á hverju götuhorni en Balí gefur ekkert eftir. Í hverju einasta hosteli er fallegt handverk áberandi. Hver einasti dyrakarmur er útskorinn og handgerð listaverk í hverju horni og Ubud er skemmtilegur staður á Balí sem státar af mikilli náttúrufegurð.“

Forðast skal mikið auglýstar ferðir

Þeir sem vilja upplifa hið raunverulega Balí ættu að forðast allar þær skoðunarferðir sem eru mikið auglýstar. Mörg fyrirtæki auglýsa sérstakar „Instagram-vænar“ dagsferðir þar sem ferðamenn eru leiddir á vinsælustu staðina til þess að taka hinar fullkomnu myndir. Upplifunin er þá þannig að þú stendur í röð til þess að komast að einhverjum myndrænum bakgrunni. Síðan er manni smalað aftur inn í rútu að næsta myndatækifæri.“

„Einn slíkur staður hefur meira að segja vakið athygli fyrir að leigja út rauðan kjól til þess að klæðast í á myndunum. En á Instagram má sjá fjölmargar myndir af konum í rauðum kjólum að róla sér með fallegt balískt landslag í bakgrunni. Allar að lifa drauminn.“

„Þrátt fyrir ókostina er samt hægt að upplifa Balí á frábæran hátt. Það er til dæmis vel þess virði að heimsækja Gili eyjar og Lombok eyju. Þá er gaman að vakna eldsnemma og sjá þegar heimamenn setja upp matarmarkaðina sína og kynnast þannig menningunni á nýjan hátt.“

Allir vilja ná góðum myndum af sér fyrir samfélagsmiðla en …
Allir vilja ná góðum myndum af sér fyrir samfélagsmiðla en mikil náttúrufegurð einkennir Balí. Ljósmynd/Unsplash/Spenser Sembrat
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert