60 þúsund krónur fara í undirbúning ferðalaga

Margar konur vilja hafa flottar neglur í fríinu sínu og …
Margar konur vilja hafa flottar neglur í fríinu sínu og fara því í handsnyrtingu áður en farið er í frí. mbl.is/Thinkstockphotos

Kannanir benda til þess að konur eyði allt að sextíu þúsund krónum og 54 klukkustundum í að hafa sig til fyrir ferðalög. 

Undirbúningurinn felur oft í sér hluti á borð við ný föt, snyrtivörur og aðrar snyrtimeðferðir. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times.

Þegar farið er yfir sundurliðaðan kostnað þá kemur eftirfarandi í ljós:

Flestir byrja á að kaupa sér ný föt um leið og búið er að bóka ferðalagið og eyða að minnsta kosti 10 þúsund krónum í föt eða fylgihluti.

Um 13 þúsund krónur í líkamsræktar átak sem gæti falið í sér tíma í ræktinni, fæðubótarefni eða annað álíka. Snyrtivörur og aðrar snyrtimeðferðir geta einnig reynst kostnaðarsamar og lágmark 10 þúsund krónur fara í þann útgjaldalið. Sé maður að fá sér nýjar neglur, augabrúnir eða vax þá eykst þessi útgjaldaliður umtalsvert. Þá kemur í ljós að undirbúningurinn er meiri og kostnaðarsamari eftir því sem konurnar eru yngri. 

Virkir í athugasemdum við umfjöllun The Times gefa einnig góða innsýn í það hvernig hægt er að undirbúa sig fyrir ferðalag:

„Ég ver miklum tíma í að þrífa húsið mitt ef ske kynni að ég myndi deyja í flugslysi og fólk þyrfti að ganga frá eigum mínum. En svo er líka alltaf frábær tilfinning að koma heim í hreint hús.“

„Til hvers að fara í einhverjar snyrtimeðferðir nema maður ætli að hitta einhvern nýjan mann? Eiginmaðurinn og fjölskylda vita hvernig maður lítur út!“

„Ég elska það þegar ókunnugir hrósa nöglunum mínum!“

„Ég tengi mjög við þessa umfjöllun enda fékk ég kvíðakast um daginn þegar ég hélt að naglakonan mín gæti ekki komið mér að áður en ég fór í fríið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert